- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Uppgjör Íslandsbanka - Í samræmi við væntingar
Uppgjör Íslandsbanka - Í samræmi við væntingar
AKKUR bregst við 12 mánaða uppgjöri Íslandsbanka
VIÐBRÖGÐIN VORU SEND TIL ÁSKRIFENDA Í GÆRKVÖLDI OG ERU BIRT OPINBERLEGA NÚNA - NEÐANGREINT MIÐAST VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR KVÖLDIÐ 13. FEBRÚAR 2025.
Jákvætt:
| Neikvætt:
|
Íslandsbanki birti uppgjör fyrir árið 2024 fyrr í dag sem má sjá hér.
Heilt yfir er undirliggjandi rekstur bankans í samræmi við væntingar AKKUR og lítið sem bendir til endurskoðunar á rekstrarspá að svo stöddu.
Hér að neðan má sjá samantekt á uppgjöri bankans borið saman við spá AKKUR og meðaltal greiningaraðila.

Helsti munur á uppgjöri og spám liggur í öðrum tekjum og virðisrýrnun sem eru sveiflukenndir liðir og hafa ekki áhrif á mat á undirliggjandi rekstri. Þess ber að geta að Íslandsbanki breytir meðhöndlun á ákveðnum kostnaði sem gerir það að verkum að hreinar þóknanatekjur lækka en rekstrarkostnaður lækkar á móti og skýrir það líklega meirihluta spáskekkju í þessum tveimur liðum.
AKKUR reynir ekki að spá sérstaklega fyrir um hvenær og hversu mikið Íslandsbanki mun færa til baka af virðisrýrnun en telur þó að það sé meira í vændum ef hagkerfið nær svokallaðri mjúkri lendingu.
Jákvæðir punktar
Hagnaður bankans var umfram spár og markmið og undirliggjandi rekstur í samræmi við væntingar.
Stjórnendur eru ákveðnir í að halda áfram á þeirri vegferð að skila umfram eiginfé bankans til hluthafa í gegnum arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa. Bankinn hyggst greiða 12ma arðgreiðslu og er með útistandandi heimild til endurkaupa á eigin bréfum fyrir yfir 15ma.
Svo virðist sem áhrifin af innleiðingu CRR3 hafi verið vanmetin í fyrstu þar sem bankinn segir nú að breytingin muni auka CET1 hlutfall bankans um 1%-stig. Það þýðir að umfram eigið fé eykst um 9ma við innleiðingu í stað 7ma sem var áður talað um.
Stjórnendur hafa verið varfærnir undanfarin misseri og aukið virðisrýrnun í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Hins vegar virðumst við vera að ná mjúkri lendingu þar sem vextir og verðbólga koma niður án mikilla áfalla sem mun þýða að bankinn færi til baka hluta af þessari virðisrýrnun. Það breytir ekki verðmatinu sem slíku en eykur arðgreiðslugetu bankans sem því nemur.
Neikvæðir punktar
“Umfram hagnaður” bankans sem minnst var á í punkti 1 að ofan er að verða til með minni virðisrýrnun og í gegnum aðrar tekjur. Þetta eru sveiflukenndir liðir og hefði verið betra ef þetta yrði til í gegnum undirliggjandi rekstur.
Þrátt fyrir mjög sterkan verðbréfamarkað á fjórða ársfjórðungi voru fjármunatekjur ekki nema 169m. Gengishagnaður hlutabréfa var jákvæður um rúmlega 500m á fjórða ársfjórðungi en aðrir liðir draga afkomuna niður um u.þ.b.350m. Mögulega þarf að endurskoða spá um fjármunatekjur í framtíðinni niður á við í næstu uppfærslu.
Verðlagning
Miðað við dagslokagengi í dag er markaðsvirði bankans 244ma. að teknu tilliti til eigin bréfa sem þýðir að hann er metinn á 10,1x hagnað ársins 2024 eða 10,0x hagnað ársins 2025 miðað við spá AKKUR.
Hér að neðan má sjá samanburð á P/B, P/NTA og P/E margföldurum fyrir fjármálafyrirtækin auk þess SKEL er bætt við samanburðinn. STM sýnir ýmist árið 2024, fyrir þau félög sem hafa birt 2024 reikning, eða síðustu tólf mánuði til og með 30/9/24.

