- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Uppgjör Kviku banka - Umfram væntingar þegar betur er að gáð
Uppgjör Kviku banka - Umfram væntingar þegar betur er að gáð
AKKUR bregst við 3ja mánaða uppgjöri Kviku banka
VIÐBRÖGÐIN VORU SEND TIL ÁSKRIFENDA Í GÆRKVÖLDI OG ERU BIRT OPINBERLEGA NÚNA - NEÐANGREINT MIÐAST VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR KVÖLDIÐ 7. MAÍ 2025.
Jákvætt:
| Neikvætt:
|
Kvika banki birti uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2025 fyrr í dag. Þrátt fyrir að niðurstaðan (hagnaður) sé langt undir spá AKKUR er uppgjörið sterkt þegar betur er að gáð að mati AKKUR og góður gangur í undirliggjandi rekstri. Uppgjörið er litað af einskiptisliðum sem verður betur vikið að hér að neðan.
Hér að neðan má sjá samantekt á uppgjöri bankans borið saman við spá AKKUR.

Eins og sést á þessari samantekt eru vaxtatekjur, þóknanatekjur og aðrar tekjur allar umfram væntingar AKKUR. Rekstrarkostnaður er töluvert hærri en farið verður betur yfir það hér að neðan. Það má því segja að “kjarnarekstur” bankans sé að skila rúmlega 80m.kr. lakari afkomu en væntingar AKKUR en leiðrétt fyrir einskiptisliðum er afkoman af kjarnarekstri u.þ.b. 140m.kr. umfram væntingar.
Hreinar fjármunatekjur voru yfir væntingum, sem voru lágar, en AKKUR kýs að leggja ekki mikla áherslu á þennan sveiflukennda lið þar sem til lengri tíma ættu þessar sveiflur að jafnast út.
Hrein virðisbreyting var einnig lægri en væntingar AKKUR en líkt og koma fram í frumskýrslu er ekki reynt að spá sérstaklega fyrir um sveiflur hér og gert ráð fyrir að virðisrýrnun sé u.þ.b. 0,40% á ári og fari örlítið lækkandi út spátímabilið.
Bankinn gjaldfærði skilyrta skuldbinding vegna kaupa á eignarhlutum stjórnenda í Ortus en bankinn metur það sem svo að eignarhluturinn sé meira virði en gjaldfærslan. Þetta er því gjaldfærsla í dag á kostnaði sem hefði annars verið hærri yfir lengri tíma miðað við áætlanir stjórnenda. Einnig er komið inn á það að með því að taka yfir rekstur Ortus verði hægt að hagræða frekar í rekstri þess auk þess sem tækifæri til vaxtar aukist og tækifæri til endurfjármögnunar.
Það má segja að bankinn sé á réttri vegferð og þetta uppgjör styður við þær forsendur sem lágu til grundvallar á nýlegu verðmati AKKUR á Kviku. Undirliggjandi rekstur eru umfram væntingar en ekki þannig að það kalli á endurskoðun á forsendum að svo stöddu. Ef hins vegar bankinn getur farið í endurfjármögnun á Ortus og aukið þannig vaxtamun mun það líklega kalla á endurskoðun til hækkunar.
Jákvæðir punktar
Hreinar vaxtatekjur eru töluvert umfram væntingar og vaxtamunur hærri. Hreinar vaxtatekjur eru þær lang hæstu sem bankinn hefur bókfært á einum ársfjórðungi. Vissulega var bankinn með óvenju mikið af vaxtaberandi eignum á fjórðungnum vegna sölunnar á TM en tekið er fram að leiðrétt fyrir því hefði vaxtamunur verið 4,1% í stað 4,4%.
Þóknanatekjur eru aðeins umfram væntingar sem helgast fyrst og fremst af hærri tekjum af eignastýringu.
Fjármunatekjur umfram væntingar AKKUR. Hins vegar kýs AKKUR að horfa ekki of mikið á sveiflur milli fjórðunga hér þar sem þetta jafnast út yfir lengri tíma.
Virðisrýrnun undir væntingum sem virðist vera vegna úrlausna á lánum sem voru komin á áhættustig 3. Líkt og áður hefur verið bent á er ekki reynt að spá fyrir um sveiflur í virðisrýrnun en að sjálfsögðu jákvætt þegar virðisrýrnun er færð til baka.
Neikvæðir punktar
Rekstrarkostnaður var töluvert umfram væntingar en meirihlutinn er vegna einskiptisliða. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum var rekstrarkostnaður rúmlega 130m.kr. umfram væntingar.
Virkt skatthlutfall var gríðarlega hátt á fjórðungnum og umfram háar væntingar AKKUR. Óhagstæð samsetning hagnaðar (skattalega) gerir það að verkum að skatthlutfall verður mjög hátt. AKKUR kýs hins vegar að dvelja ekki of mikið við þetta þar sem líkt og með fjármunatekjur jafnast þetta út yfir lengri tíma.
Verðlagning
Miðað við dagslokagengi í dag er markaðsvirði bankans 61ma. að teknu tilliti til eigin bréfa sem þýðir að hann er metinn á 12,6x hagnað síðustu tólf mánaða af áframhaldandi starfsemi (leiðrétt fyrir einskiptisliðum á fyrsta ársfjórðungi). Miðað við útistandandi afkomuspá AKKUR fyrir árið 2025 bankinn metinn á 12,5x hagnað ársins en miðað við árangur fyrsta ársfjórðungs er líklegt að afkoma ársins verði hærri leiðrétt fyrir einskiptisliðum. P/B hlutfallið er 0,91x og P/NTA er 1,33x.