- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Afkomuspár fyrir annan ársfjórðung
Afkomuspár fyrir annan ársfjórðung
Afkomuspár AKKUR
Hér að neðan má finna samantekt sem sýnir afkomuspár fyrir annan ársfjórðung hjá þeim félögum sem AKKUR fylgist með.
|
ARION

Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á bókfærðu virði Arnarlandsins né Blikastaða.
Búið að setja Arnarland í söluferli og því líklegt að það skýrist á þriðja eða fjórða ársfjórðungi.
ICEAIR

Eins og sést er gert ráð fyrir töluverðri bætingu milli ára, tekjur upp um tæplega 15% og stórbætt EBIT og EBITDA.
Kemur fyrst og fremst vegna aukinna umsvifa og betri nýtingar á meðan kostnaður helst nokkuð stöðugur.
Afkomuspá gerir ráð fyrir þetta verði besti annar ársfjórðungur síðan 2016.
ISB

Gert ráð fyrir sterkari vaxtamun á öðrum ársfjórðungi en á þeim fyrsta.
Litlar breytingar á undirliggjandi forsendum frá samantekt sem gefin var út fyrir útboð.
KVIKA

Helsta breyting frá síðustu spá er meiri vöxtur í lánabók og þ.a.l. hreinum vaxtatekjum í ljósi frétta af góðum gangi í fasteignalánum.
NOVA

Engar breytingar frá frumskýrslu enda fyrsta uppgjör Nova eftir útgáfu skýrslunnar.
Ekki gert ráð fyrir neinum stórkostlegum breytingum milli fjórðunga enda mjög stöðugur rekstur.