Arion banki fær heimild til endurkaupa á eigin hlutabréfum

Styður við flæðið á næstu misserum

Í framhaldi af útgáfu frumskýrslu um Arion banka í gærmorgun komu jákvæðar fréttir eftir lokun markaða í dag.

Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til að kaupa eigin hlutabréf fyrir allt að 3ma.kr. Miðað við dagslokagengi í dag, 162kr, jafngildir það u.þ.b. 18,5m hluta eða um 1,3% af útistandandi hlutafé.

Ekki liggur fyrir hvernig endurkaupin verða útfærð, hvort það verði með endurkaupaáætlun, öfugu útboði eða blöndu af báðu. Miðað við meðalveltu síðustu 20 viðskiptadaga mætti bankinn kaupa allt að 4 milljónir hluta á dag.

Þetta mun að öllum líkindum styðja við gengi bankans á næstu misserum.

Til upprifjunar er frumskýrslan um Arion banka hér.