- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Arion banki og Kvika - Langþráð endurkaup
Arion banki og Kvika - Langþráð endurkaup
Arion og Kvika hefja endurkaup á ný
ÞESSI PÓSTUR VAR SENDUR TIL ÁSKRIFENDA AÐ KVÖLDI 28. DESEMBER OG ER NÚ BIRTUR OPINBERLEGA
Arion banki og Kvika tilkynntu um fyrirhuguð endurkaup á eigin bréfum, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, eftir lokun markaða á Þorláksmessu.
Fjárhæð endurkaupanna nemur 5,0mö hjá Arion banka og tæplega 1,8mö hjá Kvika sem eru sömu hlutföll og skiptahlutföllin sem samið var um í samrunaviðræðum. Endurkaupin koma því ekki til með að hafa áhrif á fyrirhuguð skiptahlutföll.
Að mati AKKUR er þetta kærkomin viðbót fyrir markaðinn og hluthafa bankanna en að sama skapi löngu tímabært. Það er skiljanlegt að stjórnir bankanna hafi hætt endurkaupum til að byrja með eftir að samrunaviðræður fóru af stað en það lá alltaf fyrir að ferlið myndi taka langan tíma. Það hefði því ekki verið skynsamlegt að ætla alfarið að hætta endurkaupum þar til ferlið væri á enda.
Vonandi munu endurkaupin halda áfram, á meðan samrunaviðræður eru í gangi er þá hægt að stilla þau af útfrá skiptahlutföllum eins og gert var í þetta skipti. Umfram eigið fé* bankanna er í dag um 27ma hjá Arion banka og 13ma hjá Kviku skv. útreikningum AKKUR. Á sama tíma halda bankarnir áfram að hagnast og umfram eigið fé eykst því á meðan bankarnir eru ekki í endurkaupum.
*Eigið fé þáttar 1 (CET1) að meðtöldum fyrirhuguðum arðgreiðslum/endurkaupum, óendurskoðuðum hagnaði og eftir innleiðingu CRR3.