ARION: Jákvæð afkomuviðvörun

Viðbrögð við afkomuviðvörun

Arion banki sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í morgun sem má sjá hér.

Samkvæmt tilkynningunni er hagnaður á fjórða ársfjórðungi um 8,3ma.kr. sem er tæplega 30% yfir meðalspá greiningaraðila. Hagnaður ársins 2024 mun þá enda í kringum 26,1ma.kr sem er tæplega 10% yfir meðalspá.

Helstu ástæður sem bankinn gefur upp eru að betri afkoma af verðbréfum (fjármunatekjur) og jákvæð virðisrýrnun en kjarnatekjur eru í línu við spá greiningaraðila.

AKKUR átti von á því að bankinn myndi færa til baka einhverja virðisrýrnun en í verðmati er þó ekki reynt að spá fyrir um hvenær það gerist og gert ráð fyrir að virðisrýrnun verði svipuð í gegnum allt spátímabilið en í frumskýrslunni kom eftirfarandi fram:

• Samkvæmt skilaboðum bankans má vænta þess að virðisrýrnun muni nema 0,20-0,25% af lánabók í gegnum hagsveifluna miðað við núverandi samsetningu.

• Það er hins vegar fátt sem bendir til mikilla útlánatapa í dag og ef verðbólga heldur áfram að færast nær markmiði og vextir lækka eru líkur á að virðisrýrnun undanfarin misseri hafi verið ofmetin.

• Gæti þýtt að bankinn muni færa jákvæða virðisrýrnun sem mun auka hagnað og þ.a.l. arðgreiðslugetu.

AKKUR - Greining og ráðgjöf. Arion banki - Frumskýrsla dagsett 18/12/2024

Það er ekki gefið upp nákvæmlega hversu mikil jákvæða virðisrýrnunin er en þá má gera ráð fyrir að hún sé einhversstaðar á bilinu 0,5-1,5ma.kr. Þetta hefur ekki áhrif á væntingar til framtíðar en eykur arðgreiðslugetu bankans um sem nemur þessari upphæð og því jákvæðar fréttir.

Hér að neðan má sjá samatekt á spá AKKUR og annarra greiningaraðila á rekstri Arion banka sem var birt í morgun.

AKKUR mun fjalla nánar um uppgjörið eftir að það hefur verið birt þann 12. febrúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort að það sé ástæða til að endurskoða spár fyrir undirliggjandi rekstur bankans.

Spá AKKUR og meðaltal greiningaraðila