- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Blikastaðaland - Könnun
Blikastaðaland - Könnun
Hversu mikils virði er Blikastaðalandið
Arion banki á eitt stærsta, ef ekki stærsta, óbyggða byggingarland á Íslandi í dag sem er Blikastaðalandið í Mosfellsbæ.
AKKUR hefur áhuga á að átta sig hversu mikils virði markaðurinn telur að Blikastaðalandið sé og sendir því út meðfylgjandi könnun á lesendur.
Fyrir áhugasama má nálagast hér fréttatilkynningu frá Arion banka eftir að samkomulag við Mosfellsbæ um uppbygginguna var undirritað: https://mfn.se/a/arion-bank/arion-banki-blikastadaland-ehf-og-mosfellsbaer-undirrita-samstarfssamning-um-uppbyggingu-a-blikastadalandi
Hér er svo heimasíða verkefnisins: https://blikastadaland.is/
Til einföldunar eru svarmöguleikar gefnir upp frá 0 upp í 40 milljarða eða meira með 5 milljarða bili. Þær upplýsingar sem liggja fyrir eru að heildarbyggingarmagn verður 3.500-3.700 íbúðir, þar af 20% sérbýli. Auk þess er gert ráð fyrir 150 íbúðum fyrir 55 ára og eldri og 66.000fm af atvinnuhúsnæði.
Á móti skuldbindur Blikastaðaland ehf., sem er 100% í eigu Arion banka, til að greiða 6ma í byggingarréttargjald, leggja fram 1ma til uppbyggingar á íþróttamannvirki. Þar að auki mun Blikastaðaland afhenda Mosfellsbæ 40 einbýlishúsalóðir og 60-80% af söluverða ákveðinna lóða fyrir íbúðir 55 ára og eldri og atvinnuhúsnæðis.
Blikastaðaland mun annast gatnagerð og aðra innviði og greiðir því ekki gatnagerðargjald en hefur rétt til þess að falla frá því og greiða gatnagerðargjöld skv. samning við Mosfellsbæ. Í dag er gatnargerðargjald í Mosfellsbæ í kringum 47þkr á fm. skv. gjaldskrá.
Könnunin er að sjálfsögðu ópersónugreinanleg og er aðeins framkvæmd til að fá tilfinningu fyrir hvað markaðurinn telur vera mikil verðmæti í eigninni.
Ef könnunin birtist ekki sjálfkrafa hér að neðan er hlekkur hér: https://forms.gle/HadjviQdrmq2wreu8