- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Samanburður á eignasafni hlutabréfasjóða - Des 24
Samanburður á eignasafni hlutabréfasjóða - Des 24
Samanburður á eignasamsetningu hlutabréfasjóða, breytingar á þeim milli mánaða og samanburður við samsetningu vísitalna
AKKUR hefur tekið saman yfirlit yfir eignasöfn (flestra) hlutabréfasjóða byggt á upplýsingum sem sjóðirnir birta sjálfir. Sjóðirnir birta lista yfir 10 stærstu eignir sínar í hverjum mánuði ásamt stærð sjóðsins hverju sinni.
Hér að neðan er yfirlit sem sýnir hvernig eignasöfn sjóðanna litu út um síðustu mánaðarmót ásamt breytingum frá því mánuði fyrr. Einnig má finna mat á inn- eða útflæði sjóðanna sem er metið út frá gengisþróun og upplýsingum um stærð sjóðsins í upplýsingablaði.
Auk þess má sjá samsetningu bæði OMXI15 og OMX All Shares hlutabréfavísitalnanna til samanburðar.
Eignasafn hlutabréfasjóða
Eignasafn hlutabréfasjóðanna samkvæmt nýjustu upplýsingum þeirra ásamt samsetningu hlutabréfavísitalna á sama tíma
Breytingar milli mánaða
Hafa þarf í huga að í sumum tilfellum eru félög að detta út eða koma ný inn á lista yfir tíu stærstu eignir. Taflan að neðan sýnir ekki þegar félög detta út en sýnir þegar ný félög koma inn á lista.
Breytingar á eignasöfnum milli mánaða
*Útreikningar byggja á gengisþróun sjóðsins yfir tímabilið og upplýsingum um stærð og er því nálgun á inn/úflæði en ekki nákvæmar upplýsingar.
Samanburður við vísitölur
Hér að neðan má sjá tvær töflur sem bera saman eignasöfn sjóðanna við OMXI15 (Úrvalsvísitalan) og OMX All Shares sem inniheldur öll félögin á aðallistanum.
Samanborið við OMXI15 eru sjóðirnir almennt yfirvigtaðir í ALVO en undirvigtaðir í ARION, ISB og JBTM. Þegar við horfum á OMX All Shares er ekkert félag augljóslega yfirvigtað en JBTM, ISB og sjávarútvegsfélögin í heild sinni undirvigtuð.
Hafa þarf í huga að vigt sjóðanna í JBTM lækkaði að öllum líkindum um áramótin vegna kaupa JBT á Marel.
Samanburður við OMXI15
Samanburður við OMX All Shares
Fyrirvari
Samantektin byggir á upplýsingum sjóðanna um samsetningu um síðustu mánaðarmót og tekur AKKUR enga ábyrgð á því að upplýsingarnar séu réttar.