- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Innlán heimila og fjárfesting í sjóðum - Janúar 2025
Innlán heimila og fjárfesting í sjóðum - Janúar 2025
Nýjar tölur frá Seðlabankanum
Seðlabanki Íslands birti nýjustu tölur fyrir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði í gær sem ná yfir janúar síðastliðinn. Í janúar var nettó innflæði í verðbréfa- og fjárfestingarsjóði upp á rúmlega 9ma.kr. og þar af var mesta innflæðið í peningamarkaðssjóði eða tæpir 5ma.kr.
Nettó innflæði í hlutabréfasjóði nam rúmlega 1.300m.kr. sem gerði það að verkum að í fyrsta sinn síðan í ágúst 2021 hefur núna verið nettó innflæði í hlutabréfasjóði fimm mánuði í röð.