Íslandsbanki fær heimild til endurkaupa á eigin hlutabréfum

15 milljarða heimild sem nemur um 6,5% af markaðsvirði bankans

Íslandsbanki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til að kaupa eigin hlutabréf fyrir allt að 15ma.kr. Fyrir hafði bankinn útistandandi heimild fyrir 2ma.kr. svo samtals getur hann nú keypt fyrir 17ma.kr., miðað við gengi bankans í lok dags 5. febrúar jafngildir það u.þ.b. 7,4% af markaðsvirði hans.

Íslandsbanki er með arðgreiðslustefnu að greiða út sem nemur 50% af hagnaði ársins í arð og samkvæmt spá AKKUR verður hagnaður 2024 um 23,8ma.kr. svo arðgreiðsla fyrir árið 2024 gæti numið um 12mö.kr. Arður og endurkaup eigin bréf næstu misseri gæti því numið um 29mö.kr. eða um 12,6% af núverandi markaðsvirði.

Ekki liggur fyrir hvernig endurkaupin verða útfærð, hvort það verði með endurkaupaáætlun, öfugu útboði eða blöndu af báðu. Miðað við meðalveltu síðustu 20 viðskiptadaga má bankinn kaupa allt að 1,4 milljónir hluta á dag.

Þetta mun að öllum líkindum styðja við gengi bankans á næstu misserum.

Til upprifjunar er frumskýrslan um Íslandsbanka hér.