Lok fyrsta ársfjórðungs 2025

Stutt samtantekt og uppfærð markaðskönnun

Þar sem fyrsti ársfjórðungur 2025 er liðinn finnst okkur tækifæri til að taka púlsinn á lesendum. Hér að neðan er samanburður á verðlagningu bankanna miðað við dagslokagengi mánudaginn 31/3/25, stutt samantekt um hlutabréfamarkað á fyrsta ársfjórðungi og samanburður við niðurstöðu síðustu könnunar Akkurs.

Lesendur Akkurs eru líka beðnir um svara nýrri könnun hér að neðan og fá í leiðinni tækifæri til að koma á framfæri um hvaða félög þeir vilji sjá birta frumskýrslu á nýju ári.

Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Niðurstöður verða teknar saman og birtar á næstu dögum ásamt samanburði við fyrri niðurstöður.

Bankasamanburður

AKKUR hefur nú gefið út frumskýrslur um skráðu bankanna þrjá og hér má sjá samantekt á verðlagningu þeirra. Bent er á að útreikningar miðast við gengi bankanna í lok mánudagsins 31/3/25 og eru tölurnar fyrir Arion banka og Kviku leiðréttar fyrir arðgreiðslum.

* Eigið fé leiðrétt fyrir arðgreiðslum og sölu TM

Fyrsti ársfjórðungur í tölum

Hér að neðan má sjá nokkrar töflur sem fara yfir fyrsta ársfjórðung á hlutabréfamarkaði.

Velta í JBTM er leiðrétt fyrir afhendingu Eyris á bréfum í JBTM til sinna hluthafa

Hér má sjá samanburð á þróun á fyrsta ársfjórðungi og spá lesenda Akkurs um hvaða félög myndu standa sig best og verst á árinu.

Myndirnar tvær að neðan sýna annars vegar hvernig veltan hjá miðlurum skiptist niður á félög og svo hvernig velta félaga skiptist milli miðlara.

Hér má sjá hvernig velta miðlara skiptist niður á félög

Hér má sjá hvernig velta félaga skiptist niður á miðlara

Könnun

Ef könnunin birtist ekki sjálfkrafa hér að neðan er hlekkur hér: https://forms.gle/wNRr8TCSrPSJmGTQ8