Niðurstöður árslokakönnunar Akkurs

Við hverju búast lesendur á komandi ári

Akkur óskar lesendum gleðilegrar hátíðar!

Hér verða reifaðar helstu niðurstöður árslokakönnunar Akkurs sem fór í loftið fyrir jól. Tæplega 200 manns tóku þátt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!

Spurning 1 - Hvaða hlutabréf á íslenska markaðnum telur þú að muni gefa MESTA ávöxtun (best performer) árið 2025?

Hér var frekar afgerandi niðurstaða hvaða félag lesendur telji að verði hástökkvari næsta árs en 43% þátttakanda kusu ALVO. Fimm efstu sætin voru eftirfarandi:

  1. ALVO - 43,1%

  2. AMRQ - 14,4%

  3. OCS - 9,6%

  4. ARION - 6,6%

  5. ICEAIR/MAREL (JBT) - 3,6%

Spurning 2 - Hvaða hlutabréf á íslenska markaðnum telur þú að muni gefa MINNSTA ávöxtun (worst performer) árið 2025?

Hér voru tvö félög sem voru langefst og engan skal undra að það voru félög sem eru búin að eiga mjög slæmt ár, PLAY og SYN. Það er eðlilegt að lesendur kjósi félög sem hafa ollið vonbrigðum undanfarið, við skulum hins vegar vona að næsta ár verði betra en árið 2024 hjá þessum félögum. Það er áhugavert að lesendur telja ekki gott ár í vændum hjá sjávarútveginum þar sem BRIM, ISF og SVN eru öll meðal efstu félaga.

Fimm efstu sætin voru eftirfarandi:

  1. PLAY - 30,3%

  2. SYN - 24,2%

  3. NOVA - 7,9%

  4. ISF/HAMP - 4,8%

  5. BRIM/SVN - 4,2%

Spurning 3 - Hvaða félag/félög vilt þú sjá frumskýrslu gefna út um?

Lesendum gafst tækifæri að koma á framfæri hvaða félög þeir hafa áhuga á að sjá frumskýrslu um. Hér gátu lesendur kosið eins mörg félög og þeir vildu en að meðaltali völdu lesendur 4 félög.

Það þarf ekki að koma á óvart að það er töluverð fylgni á milli niðurstöðu í spurningu 1 og svo hvaða félögum lesendur hafa áhuga á en efstu þrjú sætin voru þau sömu.

Tíu efstu sætin voru eftirfarandi:

  1. ALVO - 11,1%

  2. AMRQ - 9,7%

  3. OCS - 6,9%

  4. KVIKA - 6,7%

  5. ICEAIR - 6,2%

  6. SKEL - 6,1%

  7. FESTI - 4,4%

  8. KALD/SKAGI - 4,3%

  9. MAREL (JBT) - 3,9%

  10. HEIMAR - 3,8%

Spurning 4 - Hver telur þú að verðbólga verði á árinu 2025?

Mikill meirihluti lesenda telur að verðbólga á árinu 2025 verði á bilinu 3,0-5,0% eða um 80%. Með smá einföldun má segja að lesendur vænti þess að meðaltali að verðbólga verði 3,7% á árinu. Niðurstöður voru eftirfarandi:

Spurning 5 - Hversu háir telur þú að stýrivextir verði í loks árs 2025 (eru 8,50% í dag)?

Flestir lesenda telja að stýrivextir verði á bilinu 6,00-6,75% í lok árs. Meðaltal væntinga lesenda liggur í u.þ.b. 6,5% sem myndi þýða 200 punkta lækkun stýrivaxta á næsta ári. Ef lesendur hafa rétt fyrir sér með vexti og verðbólgu væru raunstýrivextir miðað við liðna 12 mánaða verðbólgu í lok næsta árs um 2,7%. Í dag er þessi sami mælikvarði u.þ.b. 3,5% svo lesendur vænta þess að Seðlabankinn lækki raunstýrivexti m.v. liðna verðbólgu um 80 punkta.

Spurning 6 - Hvað telur þú að verði margar nýskráningar á íslenskan hlutabréfamarkað á árinu 2025?

Að lokum voru lesendur spurðir hversu margar nýskráningar verði á íslenska hlutabréfamarkaðnum á komandi ár. Mikill meirihluti gerir ráð fyrir 1-2 nýskráningum á næsta ári og meðaltalið því u.þ.b. 1,5.

Að lokum bendum við á að einstaklingum býðst að kaupa áskrift að útgáfum Akkurs fyrir 5.000kr á mánuði eða 50.000kr á ári ef greitt er fyrir 12 mánuði í einu. Innifalið í áskrift er aðgangur að öllu efni Akkurs um leið og það er gefið út. Að jafnaði verða greiningar gefnar út í styttri útgáfu án endurgjalds 10 dögum eftir að þær eru gefnar út til áskrifenda. Á það einkum við um frumskýrslur og aðrar greiningar eftir atvikum. Hafðu samband með tölvupósti ef þú vilt gerast áskrifandi, [email protected].

Fyrir lögaðila gildir önnur verðskrá og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband með tölvupósti, [email protected] til að fá frekari upplýsingar um áskriftir lögaðila.