- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Reitir - Frumskýrsla - Opinber útgáfa
Reitir - Frumskýrsla - Opinber útgáfa
AKKUR gefur út opinbera útgáfu frumskýrslu um Reiti
AKKUR gaf út frumskýrslu um Reiti til áskrifenda þriðjudaginn 16. september og gefur í dag út opinbera útgáfu skýrslunnar.
Opinbera útgáfan er styttri og ekki jafn ítarleg en fer yfir helstu stærðir og forsendur og má finna skýrsluna hér að neðan.
Niðurstaða verðmatsins er markgengi 175kr á hlut í lok árs 2025, sjá nánari upplýsingar í skýrslunni sjálfri. Sérstaklega er bent á að verðmatið er unnið á raungrunni og því eru framtíðartölur allar á verðlagi dagsins í dag á meðan sögulegar tölur eru á verðlagi hvers árs.
Þess má geta að Reitir tilkynntu um nýja endurkaupaáætlun þriðjudaginn 23. september sem AKKUR metur sem skynsamlega ráðstöfun fjármuna enda markaðsgengi töluvert undir mati AKKUR.