Spjallið með AKKUR

Nýtt hlaðvarp

Nýjasta útspil AKKUR er hlaðvarp sem mun fjalla um íslenskt fjárfestingarumhverfi og sérstaklega hlutabréfamarkað. Sem dæmi munu verða teknir upp þættir (í fleirtölu) um öll félögin sem AKKUR er að greina auk þess sem fleiri útfærslur munu líta dagsins ljós með tíð og tíma.

Fyrsti þáttur er kominn í loftið en þá kíkti Jón Guðni Ómarsson í heimsókn þar sem við ræddum rekstur og horfur bankans.

Næsti gestur verður Heiðar Guðjónsson en Heiðar er í dag stærsti einkarfjárfestirinn í Íslandsbanka og munum við meðal annars ræða hans sýn á bankann, hvaða tækifæri hann sér og ýmislegt annað.

Þættirnir verða aðgengilegir bæði á Spotify og YouTube.

Spotify síða þáttarins: Spjallið með AKKUR