- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Stærstu hluthafar og breytingar - Ágúst 25
Stærstu hluthafar og breytingar - Ágúst 25
Stærstu hluthafar skráðra félaga í lok síðasta mánaðar og breytingar
Í gær birti Nasdaq verðbréfamiðstöð lista yfir 20 stærstu hluthafa (flestra) skráðra félaga. Hér að neðan má má finna samantekt sem sýnir listann niður á félög ásamt breytingu á milli mánaða og á árinu. Einnig hefur verið bætt við stuttri samantekt um veltu og gengisþróun félaganna.
|
Helstu breytingar
Stærstu hreyfingarnar milli mánaða voru m.a.;
Nokkrir aðilar bæta við sig í ISB:
Gildi lífeyrissjóður kaupir 0,29%
Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kaupir 0,16%
LSR kaupir 0,11%
Bankinn kaupir eigin bréf sem nema 0,43% hlut
Gildi bætir við sig í FESTI og kaupir 0,37% hlut og selur 0,09% hlut í HAGA.
Lífeyrissjóður Verzlunarmanna heldur áfram að bæta við sig í HAGA og kaupir 0,18% og hafa nú keypt 1,23% hlut frá áramótum. HAGA kaupa eigin bréf sem nemur 0,25%.
Gildi lífeyrissjóður bætir við sig 0,52% hlut í KVIKA og hefur nú keypt 2,06% hlut frá áramótum.
Birta lífeyrissjóður kaupir 0,21% hlut í KVIKA og hefur nú keypt 0,47% hlut frá áramótum.
Stapi lífeyrissjóður kemur nýr inn á lista hjá OLGERD og hefur því keypt a.m.k. 0,50% hlut í ágúst.
Sjávarsýn ehf. heldur áfram að bæta við sig í SKAGI og hefur nú keypt 0,54% hlut frá áramótum.
Lífeyrissjóður Verzlunarmanna bætir við sig 0,32% hlut í SKEL og hefur nú keypt 0,48% hlut frá áramótum.
Brú lífeyrissjóður kaupir 0,20% hlut í SVN og hefur þar með bætt við sig 0,48% frá áramótum.