- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Stærstu hluthafar og breytingar - Apr 25
Stærstu hluthafar og breytingar - Apr 25
Stærstu hluthafar skráðra félaga í lok apríl 2025 og breytingar
Í gær birti Nasdaq verðbréfamiðstöð lista yfir 20 stærstu hluthafa (flestra) skráðra félaga. Breyting frá fyrri samantektum er að nú hafa Arion banki og Íslandsbanki bæst við. Hér að neðan má má finna samantekt sem sýnir listann niður á félög ásamt breytingu á milli mánaða og á árinu.
|
Helstu breytingar
Stærstu hreyfingarnar milli mánaða voru m.a.;
Stoðir selja 0,6% hlut í ARION og 2,2% hlut í KVIKA.
Sjóðir í rekstri hjá Stefni selja 0,3% hlut í ARION og 0,2% í KVIKA en bæta við sig 0,1% hlut í ISB og 0,2% hlut í bæði SIMINN og SJOVA.
Landsbankinn er nú skráður fyrir tæplega 3% hlut í KVIKA fyrir hönd viðskiptavina.
Eaton Vance bæta við sig 0,2% hlut í ISB og eru nú komnir inn á lista yfir stærstu hluthafa í ARION og ISB.
Frá áramótum hefur KVIKA nú keypt tæplega 3% af eigin bréfum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna heldur áfram að bæta við sig í FESTI og HAGA. Sjóðurinn hefur nú keypt 2,0% hlut í FESTI frá áramótum og 0,7% hlut í HAGA.
Á meðan Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir 0,1% hlut í HAGA selja aðrir lífeyrisjóðir u.þ.b. 0,5%.
Brú lífeyrissjóður keypti 0,5% hlut í OLGERD í apríl en seldi 0,7% hlut í HEIMAR.
Festa lífeyrissjóður kaupir 0,6% hlut í EIM.
Brimgarðar kaupa 1,3% hlut í EIK og Brú lífeyrissjóður kaupir 1,1% hlut.
Brimgarðar og Kjölur fjárfestingarfélag bæta bæðu við sig 0,3% hlut í REITIR.