Stærstu hluthafar og breytingar - Júlí 25

Stærstu hluthafar skráðra félaga í lok júlí 2025 og breytingar

Í gær birti Nasdaq verðbréfamiðstöð lista yfir 20 stærstu hluthafa (flestra) skráðra félaga. Hér að neðan má má finna samantekt sem sýnir listann niður á félög ásamt breytingu á milli mánaða og á árinu. Einnig hefur verið bætt við stuttri samantekt um veltu og gengisþróun félaganna.

2025 07 - Stærstu hluthafar.pdf161.41 KB • PDF File

Helstu breytingar

Stærstu hreyfingarnar milli mánaða voru m.a.;

  • Eaton Vance kaupir 0,15% í ARION.

  • Nokkrir aðilar bæta við sig í ISB:

    • Gildi lífeyrissjóður kaupir 0,37%

    • Íslandssjóðir kaupa 0,30%

    •  Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kaupir 0,27%

    • Stapi lífeyrissjóður kaupir 0,20%

    • Eaton Vance kaupir 0,18%

  • Lífeyrissjóður Verzlunarmanna heldur áfram að bæta við sig í FESTI og kaupir 0,26% og hafa nú keypt 2,23% hlut frá áramótum á meðan sjóður á vegum Stefnis selur 0,20% hlut.

  • Lífeyrissjóður Verzlunarmanna bætir líka við sig í HAGA kaupir 0,36% og hafa nú keypt 1,05% hlut frá áramótum. Stapi lífeyrissjóður selur 0,38% hlut í júlí og Gildi lífeyrissjóður 0,14%.

  • Gildi lífeyrissjóður bætir við sig 0,52% hlut í KVIKA og hefur nú keypt 1,54% hlut frá áramótum.

  • Tveir nýir aðilar koma inn á lista hjá NOVA, sjóðir á vegum Íslandssjóða og Kviku eignastýringar, sem fara nú með 2,5% og 2,0% hlut.

  • Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kaupir 0,73% hlut í SIMINN í júlí eftir að hafa selt 0,40% hlut á fyrstu 6 mánuðum ársins.

  • Sjávarsýn ehf. og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna halda áfram að bæta við sig í SKAGI og hafa nú keypt 0,35% og 1,26% hlut frá áramótum.