Stærstu hluthafar og breytingar - Mar 25

20 stærstu hluthafar skráðra félaga í lok mars 2025 og breytingar

Fyrir helgi birti Nasdaq verðbréfamiðstöð lista yfir 20 stærstu hluthafa (flestra) skráðra félaga. Hér að neðan má má finna samantekt sem sýnir listann niður á félög ásamt breytingu á milli mánaða og á árinu.

Helstu breytingar

Stærstu hreyfingarnar milli mánaða voru m.a.;

  • Gildi lífeyrissjóður selur fyrir u.þ.b. 1ma.kr. í EIK, HEIMAR og REITIR í mars og kaupa fyrir u.þ.b. 500m.kr. í KVIKA.

  • Lífeyrissjóður verzlunarmanna selur fyrir u.þ.b. 1ma.kr. í EIK í mars og hafa nú selt helminginn af þeim bréfum sem sjóðurinn átti í upphafi árs eða rúmlega 4% hlut. Sjóðurinn selur einnig 0,5% hlut í KVIKA fyrir u.þ.b. 500m.kr.

  • Sjóðurinn heldur áfram að bæta við sig í FESTI og hafa nú keypt tælpega 2% hlut frá áramótum eftir að hafa keypt um 0,7% hlut í mars fyrir u.þ.b. 700m.kr. Sjóðurinn bætir sömuleiðis við sig 0,5% hlut í SKAGI og hefur nú bætt við sig tæplega 1% hlut frá áramótum.

  • Festa lífeyrissjóður selur fyrir u.þ.b. 500m.kr. í HEIMAR og kaupir fyrir sömu fjárhæð í EIK.

  • Sjóðir í rekstri hjá Stefni selja 2% hlut í NOVA fyrir u.þ.b. 300m.kr.

  • SKEL kaupir rúmlega 10% hlut í SYN fyrir rúmlega 500m.kr.

2025 03 - 20 stærstu.pdf143.71 KB • PDF File