- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Uppgjör Kviku - Umfram væntingar
Uppgjör Kviku - Umfram væntingar
AKKUR bregst við 6 mánaða uppgjöri Kviku
VIÐBRÖGÐIN VORU SEND TIL ÁSKRIFENDA Í KJÖLFAR UPPGJÖRS OG ERU BIRT OPINBERLEGA NÚNA - NEÐANGREINT MIÐAST VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR KVÖLDIÐ 13. ÁGUST 2025.
Jákvætt:
| Neikvætt:
|
Kvika birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 fyrr í dag. Uppgjörið er sterkt og umfram væntingar.
Hér að neðan má sjá samantekt á uppgjöri bankans borið saman við spá AKKUR.

Eins og sést á þessari samantekt eru hreinar vaxtatekjur “undir væntingum”. Ástæðan fyrir gæsalöppunum verður rakin að neðan.
Hreinar þóknanatekjur voru langt umfram væntingar og munaði þar mestu um meiri þóknanatekjur af fjárfestingabankastarfsemi og bresku starfseminni. Nú eru 12 mánaða hlaupandi hreinar þóknanatekjur á pari við tekjur árið 2022 sem var það besta í sögu bankans og vonandi að þróunin verði áfram hagfelld.
Rekstrarkostnaður var undir væntingum og undirliggjandi hagnaður (fyrir skatta) var því yfir væntingum. Hlaupandi 12 mánaða undirliggjandi hagnaður er núna rúmlega 6ma samanborið við 5,2ma árið 2024 og stefnir í að árið 2025 verði hann um 7,6ma.

* 2020 og 2021 innihalda TM
Aðrar tekjur, þ.á.m. fjármunatekjur, eru yfir væntingum en AKKUR kýs að leggja ekki mikla áherslu á þennan sveiflukennda lið.
Hrein virðisbreyting var einnig lægri en væntingar AKKUR en líkt og áður hefur komið fram er ekki reynt að spá sérstaklega fyrir um sveiflur hér og gert ráð fyrir að virðisrýrnun sé u.þ.b. 0,40% á ársgrundvelli og fari lækkandi út spátímabilið.
Jákvæðir punktar
Þóknanatekjur eru langt umfram væntingar AKKUR. Góður gangur er í öllum starfsþáttum hér og stefnir í besta ár allra starfsþátta nema í eignastýringu. Í heild stefnir í besta ár bankans í þóknanatekjum en eignastýringin er ennþá töluvert undir því þegar best lét. Það er ólíklegt að árangur áranna 2020 og 2021 verði leikinn eftir, enda voru þá sjóðir í rekstri bankans sem skiluðu miklum tekjum sem síðan hafa verið lagðir niður.
Rekstrarkostnaður rúmlega tæplega 70m undir væntingum AKKUR og eykst um 9,1% á milli ára en kostnaðarhlutfall lækkar töluvert þar sem tekjur aukast mun meira.
Eigið fé er u.þ.b. 7ma, eða um 9% af markaðsvirði, umfram eiginfjármarkmið bankans en 13ma umfram lágmarkskröfur eða um 16% af markaðsvirði.
Aðrar tekjur voru töluvert yfir væntingum AKKUR. Líkt og áður leggur AKKUR ekki mikla áherslu á þennan lið þar sem þetta er mjög sveiflukenndur liður og meiri áhersla er lögð á kjarnareksturinn.
Neikvæðir punktar
Hreinar vaxtatekjur eru “undir væntingum”. Ástæðan fyrir gæsalöppunum hér er að AKKUR jók nýlega spá um hreinar vaxtatekjur töluvert fyrir annan ársfjórðung. Fyrri spá AKKUR hljóðaði upp á tæplega 2,9ma sem var nálægt raunverulegri endanlegri niðurstöðu.
Ástæðan fyrir hækkun á spá var frétt sem birtist í byrjun júlí um góðan gang í íbúðalánum þar sem kom fram að “á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum”. Skila mátti fréttina á þann veg að nú þegar væri búið að lána um tuttugu milljarða en hið rétta er að heildarumsóknir hafa líklega verið um tuttugu milljarðar.
Hreinar vaxtatekjur eru því undir væntingum en voru engu að síður mjög sterkar í sögulegu samhengi.
Niðurstaða
Sterkt uppgjör sem var umfram væntingar. Það er ljóst að bankinn er á réttri leið og ekkert sem bendir til þess að endurskoða þurfi spár næstu missera.
Verðlagning
Miðað við dagslokagengi í dag er markaðsvirði bankans 244ma. að teknu tilliti til eigin bréfa sem þýðir að hann er metinn á 18,0x hagnað síðustu tólf mánaða eða um 16,7x áætlaðan hagnað 2025. P/B hlutfallið er 1,24x og P/NTA 1,82