- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Vaxtamálin
Vaxtamálin
Mat AKKUR á líklegum niðurstöðum og áhrifum vaxtamálanna
ÞESSI PÓSTUR VAR SENDUR Á ÁSKRIFENDUR FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBER OG ER NÚ BIRTUR OPINBERLEGA
Töluverð umræða hefur skapast undanfarna daga vegna málflutnings í Hæstarétti í einu af hinum svokölluðu Vaxtamálum, þar sem tekið er fyrir mál tveggja lántaka gegn Íslandsbanka.
Í frumskýrslum um Arion banka og Íslandsbanka var aðdragandi málaferlanna reifaður og bent á að engin varúðarfærsla hefur verið færð þar sem bankarnir hafa metið það ólíklegt að málin tapist. Bankarnir hafa verið sýknaðir í öllum málum hingað til.
Þessi mál skjóta reglulega upp kollinum og ýmsir fjárfestar hafa þá miklar áhyggjur af þeim en svo gleymist þetta þess á milli.
Hér verður reynt að leggja mat á mögulegur niðurstöður og áhrifin vegna þeirra og fjallað um málin sem eina heild en auðvitað er mögulegt að niðurstöður verði ekki þær sömu milli bankanna.