- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- NOVA - Servíettuútreikningur
NOVA - Servíettuútreikningur
Einfaldur útreikningur á mögulegu virði
ÞESSI PÓSTUR VAR SENDUR Á ÁSKRIFENDUR 14. NÓVEMBER OG ER NÚ BIRTUR OPINBERLEGA.
Uppgjör NOVA fyrir þriðja ársfjórðung olli vissulega vonbrigðum en ekki er hægt að horfa framhjá því að félagið er engu að síður verulega undirverðlagt að mati AKKUR. Verðmat í Frumskýrslu var 7,3kr á hlut sem er tæplega 70% yfir núverandi gengi en verðmat verður uppfært síðar.
Í þessum pósti verður aðeins leitast við að stilla upp mjög einföldum “servíettuútreikningi” á mögulegu virði félagsins eftir að félagið seldi RAN eignir sínar til Sendafélagsins.