- AKKUR - Greining og ráðgjöf
- Posts
- Uppgjör Arion banka - Í samræmi við væntingar
Uppgjör Arion banka - Í samræmi við væntingar
AKKUR bregst við 12 mánaða uppgjöri Arion banka
VIÐBRÖGÐIN VORU SEND TIL ÁSKRIFENDA Í GÆRKVÖLDI OG ERU BIRT OPINBERLEGA NÚNA - NEÐANGREINT MIÐAST VIÐ ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR KVÖLDIÐ 12. FEBRÚAR 2025.
Jákvætt:
| Neikvætt:
|
Arion banki birti uppgjör fyrir árið 2024 fyrr í dag en bankinn hafði þegar sent frá sér afkomuviðvörun þann 20. janúar síðastliðinn þar sem kom fram að afkoma fjórða ársfjórðungs væri 8,3ma og þ.a.l. væri hagnaður ársins um 26,1ma.
Heilt yfir er uppgjör bankans í samræmi við væntingar AKKUR og lítið sem bendir til endurskoðunar á rekstrarspá að svo stöddu.
Hér að neðan má sjá samantekt á uppgjöri bankans borið saman við spá AKKUR og meðaltal greiningaraðila.

Eins og sést á þessari samantekt er ekki mikill munur á spám greiningaraðila um rekstrartekjur í heild en mestu munar um að virðisrýrnun er miklu lægri en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir.
Eins og kom fram í viðbrögðum við afkomuviðvörun á sínum tíma þá reynir AKKUR ekki að spá sérstaklega fyrir um hvenær og hversu mikið Arion mun færa til baka af virðisrýrnun en telur þó að það sé meira í vændum.
Jákvæðir puntkar
Jákvæðustu fréttirnar í þessu uppgjöri eru klárlega gríðarlega góður gangur í Verði en félagið skilaði 3,7ma. hagnaði á árinu með samsett hlutfall upp á 88,9%. Til samanburðar högnuðust Sjóvá um 4,2ma. (96,2% samsett hlutfall) og TM um 3,5ma. (93,9% samsett hlutfall) á sama tímabili.
Ef þessi þróun heldur áfram hjá Verði verður tilefni til að endurskoða spá um afkomu Varðar uppávið en miðað við bráðabirgðaskoðun mun lækkun á samsettu hlutfalli um 1%-stig hækka niðurstöðu verðmats um 0,6% að öðru óbreyttu.
Bankinn ætlar að borga um 16ma í arðgreiðslu sem er 3mö umfram arðgreiðslumarkmið.
Stjórnendur hafa verið varfærnir undanfarin misseri og aukið virðisrýrnun í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Hins vegar virðumst við vera að ná mjúkri lendingu þar sem vextir og verðbólga koma niður án mikilla áfalla sem mun þýða að bankinn færi til baka hluta af þessari virðisrýrnun. Það breytir ekki verðmatinu sem slíku en eykur arðgreiðslugetu bankans sem því nemur.
Bankinn býst við að komandi ár verði vendipunktur varðandi þróunareignir hans í félaginu Landey. Búist er við niðurstöðu í skipulagsmálum fyrir Arnarlandið á fyrri hluta ársins á meðan væntingar standa til að deiliskipulag fyrir fyrsta hluta Blikastaðalandsins verði lagt fram á árinu og gæti tekið gildi öðru hvoru megin við áramótin.
Neikvæðir puntkar
Þóknanatekjur voru vissulega þær bestu á fjórða ársfjórðungi í töluverðan tíma en voru engu að síður undir væntingum AKKUR.
Ekkert minnst á frekari endurkaup umfram núverandi heimild en í upphafi þessarar viku voru aðeins um 230m eftir af þeirri heimild en bankinn hefur verið að kaupa fyrir rúmlega 100m á dag að jafnaði. Það er því útséð að þessari umferð endurkaupa fer að ljúka ef það er ekki nú þegar búið að fullnýta heimildina og vonandi fær bankinn nýja heimild hið fyrsta.
Verðlagning
Miðað við dagslokagengi í dag er markaðsvirði bankans 245ma. að teknu tilliti til eigin bréfa sem þýðir að hann er metinn á 9,4x hagnað ársins 2024 eða 9,4x hagnað ársins 2025 miðað við spá AKKUR.
Hér að neðan má sjá samanburð á P/B, P/NTA og P/E margföldurum fyrir fjármálafyrirtækin auk þess SKEL er bætt við samanburðinn. STM sýnir ýmist árið 2024, fyrir þau félög sem hafa birt 2024 reikning, eða síðustu tólf mánuði til og með 30/9/24.

